Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Alþjóðleg samtök endurskoðenda - 43 svör fundust
Niðurstöður

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar B]

Það er einkum tvennt sem þarf að hafa í huga þegar menn velta fyrir sér framtíð Evrópusambandsins. Í fyrsta lagi þarf að leita aftur til þeirra hugmynda sem leiddu til samstarfsins og þess jarðvegs sem það spratt upp úr. Í öðru lagi má líta á samstarf Evrópuríkja á vettvangi Evrópusambandsins sem viðbragð við eða ...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Er beinagrind Evrópuvefjarins búin til af starfsmönnum ESB og er hún, að efni til, svipuð og í öðrum löndum sem hafa hafið umsóknarferli að ESB?

Evrópuvefurinn (EV) er alfarið rekinn fyrir fjármagn frá Alþingi. Utanríkismálanefnd þess átti frumkvæðið að samningum um verkefnið. Forsætisnefnd þingsins kom einnig að málinu en embættismenn þingsins sáu um gerð þjónustusamnings við Vísindavef Háskóla Íslands. Samkvæmt samningnum er "tilgangur [Evrópuvefsins] að...

Alþjóðavinnumálastofnunin

Alþjóðavinnumálastofnunin (e. International Labour Organization, ILO) var stofnuð árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Stofnuninni var komið á fót til að vinna að auknu félagslegu réttlæti og standa vörð um grundvallarréttindi launafólks um heim allan. Frá árinu 1945 he...

Hefur Ísland tekið þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum gegn ríkjum sem hafa brotið alþjóðleg lög?

Já, Ísland hefur innleitt allar þvingunaraðgerðir og efnahagslegar refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Ísland innleitt flestar þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins en ítarlegri umfjöllun um efnahagslegar refsiaðgerðir ESB er að finna í svari vefsins við spurningunni Beitir Evrópusambandi...

Fær Evrópuvefurinn framlög frá ríkinu eða einhverjum öðrum til þess að halda úti vefnum?

Já, Evrópuvefurinn er alfarið rekinn fyrir fjárframlag frá Alþingi. Stofnað var til Evrópuvefsins með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefsins og starfar hann í nánum tengslum við Vísindavefinn. Evrópuvefurinn opnaði með formlegum hætti þann 23. júní 2011 og hefur því verið starfræktur í eitt og hálft ár ...

Af hverju er haldið upp á Evrópudaginn 9. maí?

Hinn 9. maí árið 1950 lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að Frakkar vildu byggja upp nýja Evrópu samstöðu og friðar. Þetta ætluðu Frakkar að gera ásamt V-Þýskalandi og öðrum þeim Evrópulöndum sem vildu taka þátt. Schuman lagði til að stofnuð yrðu yfirþjóðleg samtök sem færu með ...

Hvaða áhrif hefur endurkjör Barack Obama Bandaríkjaforseta á Evrópusambandið?

Það fór varla framhjá neinum að Barack Obama, frambjóðandi demókrataflokksins, var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag, 6. nóvember. Í aðdraganda kosninganna hafði alþjóðleg könnun leitt í ljós að á heimsvísu hefði Obama hlotið yfirburðakosningu, eða 81% atkvæða gegn 19% atkvæða til stuðnings...

Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...

Schengen-ríkin

Schengen-samstarfið hófst árið 1995. Markmið samstarfsins er tvíþætt: Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðana. Hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum þátttökuríkjanna. Í da...

Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?

Vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru oft notaðir í læknisfræðilegum tilgangi. Spyrjandi á þó væntanlega ekki við slíka notkun, heldur ólöglega notkun þeirra. Verður spurningunni svarað út frá þeim formerkjum. Nánar má lesa um virkni vefaukandi stera í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig verka vef...

Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels?

Nóbelsnefnd norska Stórþingsins tilkynnti þann 12. október að Evrópusambandið mundi hljóta friðarverðlaun Nóbels árið 2012. Í fréttatilkynningu Nóbelsnefndarinnar um ákvörðunina segir svo, í þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar: Sambandið og fyrirrennarar þess hafa í meira en sex áratugi stuðlað að friði og sáttum, ...

Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?

Schengen-samstarfið snýst meðal annars um að tryggja frjálsa för einstaklinga innan Schengen-svæðisins, samráð í eftirliti með ytri landamærum þátttökuríkjanna og í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Ísland er eitt þeirra 26 ríkja sem hafa undirritað Schengen-samninginn. Innanríkisráðherra situr fundi dóm...

Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn

Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (e. European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, EMCDDA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins. Hún var stofnuð árið 1993 og hefur aðsetur í Lissabon í Portúgal. Hlutverk stofnunarinnar er að veita stefnumótendum, sérfræðingum og rannsakendum fík...

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. Fríverslunarsamtökin voru stofnuð árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist ve...

  • Síða nr. 1 2 3

Leita aftur: